Á heiðum næturhimni
heilög stjarna skín,
og blíðum barna augum
hún bendir upp til sín.

Og barna augun brosa,
því blessuð jólanótt
nú ljómar yfir láði
svo ljúft og undurrótt.

Og jólaljósin loga
í lágu koti og höll,
og gleði- og sigursöngva
nú syngja börnin öll.

Þau biðja Jesúbarnið
að blessa kertin sín
og hefja hugann þangað,
sem heilög stjarnan skín.

(Margrét Jónsdóttir)

Lesum "Sólarmagnið" í staðinn fyrir "Jesúbarnið".

Gleðileg Jól,
Konráð.