Heill Símon!
I do not know the meaning of the name but the Old Norse
version is 'Tósti'. You can read about him in Heimskringla:
Kveðja,
Haukur
- - -
Riddarar tuttugu riðu fram af þingamannaliði fyrir fylking Norðmanna og
voru albrynjaðir og svo hestar þeirra.
Þá mælti einn riddari: "Hvort er Tósti jarl í liðinu?"
Hann svarar: "Ekki er því að leyna. Hér munuð þér hann finna."
Þá mælti einn riddari: "Haraldur bróðir þinn sendi þér kveðju og þau orð
með að þú skyldir hafa grið og Norðimbraland allt, og heldur en eigi
viljir þú til hans hneigjast, þá vill hann gefa þér þriðjung ríkis alls
með sér."
Þá svarar jarl: "Þá er nokkuð annað boðið en ófriður og svívirðing sem í
vetur. Hefði þá verið þetta boðið þá væri margur maður sá á lífi er nú er
dauður og betur mundi þá standa ríki í Englandi. Nú tek eg þenna kost,
hvað vill hann þá bjóða Haraldi konungi Sigurðarsyni fyrir sitt starf?"
Þá mælti riddarinn: "Sagt hefir hann þar nokkuð frá hvers hann mun honum
unna af Englandi. Sjö fóta rúm eða því lengra sem hann er hærri en aðrir
menn."
Þá segir jarl: "Farið nú og segið Haraldi konungi að hann búist til
orustu. Annað skal satt að segja með Norðmönnum en það að Tósti jarl fari
frá Haraldi konungi Sigurðarsyni og í óvinaflokk hans þá er hann skyldi
berjast í Englandi vestur. Heldur skulum vér allir taka eitt ráð, deyja
með sæmd eða fá England með sigri."
Þá riðu aftur riddarar.