12 æf. Finnið sagnirnar í eftirfarandi verkefnum:

a) Ég er að skrifa bréf. Hefur þú reiknað dæmin? Skipið sigldi út
fjörðinn. Hann kom gangandi. Hesturinn sökk í mýrina. Ég rak féð úr
túninu en nú er það að koma aftur. Við héldum að þið væruð farnir.
Þú sagðir mér að fara. Hvað heitir þessi maður? Ég held að ég hafi
séð hann áður. Við munum reyna að gera allt sem í okkar valdi
stendur. Hann hló að mér þegar ég spurði hann hvað ég ætti að gera.
Mér hefur oft dottið í hug að læra dönsku en það hefur aldrei orðið
neitt úr því.

b) Hundarnir urruðu og geltu þegar ég gekk heim túnið. Þeir hafa
víst ekki þekkt mig. Þykir þér gaman að fara í leikhús? Hvað gengur
að manninum? Það veit enginn. Hvar hefur þú verið allan þennan tíma?
Ég segi þér það ekki. Hann hnippti í mig þegar Jón stóð upp.
Hundurinn gróf beinið sem þú fleygðir til hans. Þeir halda að Finnur
sé búinn að lesa söguna. Honum var sama þótt hann ylli skemmdum. Ég
yrði feginn ef ég sæi þig á fundinum.