20. Sagnorð eða sagnir greina frá athöfn eða breytingu á ástandi:
hann slær, hún syngur, þeir urðu skömmustulegir.
Þegar sögn er nefnd ein sér er smáorðið "að" oft nefnt á undan
henni: að lesa, að skrifa. Þetta heitir nafnháttur sagnarinnar.
Sagnir þekkjast best á tíðbeygingunni (ég les, ég las) og því að
nefna má þær í nafnhætti: að lesa.