a) Ísland er eyja. Bóndinn á Hóli heitir Jón. Í borginni eru mörg
stór hús. Ég á hníf og skeið. Í herberginu er borð, stóll og
legubekkur. Hér er smiðja með steðja, hamri, naglbít, sög og fleiri
áhöldum. Drengurinn lærir íslensku, dönsku og ensku í skólanum.
Veturinn er kaldasti tími ársins. Þegar vorið kemur bráðnar
snjórinn. Grasið er farið að spretta. Flugan suðar við gluggann. Ég
hitti bræðurna frá Tungu.
b) Mýsnar átu ostinn. Landið er fagurt. Í hvert sinn, þegar karlinn
kom heim úr veiðiferðinni, stóð hún við dyrnar á kofanum. Kapp er
best með forsjá. Mér var ekki hlátur í hug þegar ég kom í heimsókn
til þín um daginn. Hann borðaði matinn með bestu lyst. Gaman þótti
mér að sjá leikinn. Hann vinnur alltaf af dyggð og samviskusemi og
ann sér ekki einu sinni hvíldar. Hann sýndi einbeitni og ákafa við
starfið. Þeir bjuggu við fátækt og harðrétti. Hann var ávallt
reiðubúinn til sóknar eða varnar í hverju góðu máli.