Verður nú vikið að hverjum orðflokki um sig og getið helstu einkenna.

Fallorð.

14. greinir
nafnorð
lýsingarorð
töluorð
fornöfn

Greinir.

15. Greinirinn er aðeins eitt orð sem beygist eftir kynjum, tölum og
föllum. Hann er í kk. hinn, kvk. hin, hk. hið (Ft. hinir kk., hinar
kvk., hin hk.)

Greinirinn er ýmist á undan lýsingarorði (hinn góði maður) eða
skeyttur aftan við nafnorð og fellur þá h framan af honum og stundum
einnig i: maðurinn, sléttan, fjallið.