Í fyrra dæminu segir frá því sem 'er að gerast'. Í síðara dæminu
segir frá því sem 'liðið er', gerðist í gærdag. Þessi breyting á
orðinu 'skrifa' - til þess að sýna á hvaða tíma verkið gerist -
nefnist tíðbeyging. Í fyrra dæminu stendur sögnin í nútíð, í síðara
dæminu í þátíð.
Orð sem tíðbeygjast nefnast sagnorð eða sagnir.
5. æf. Finnið tíð sérhvers sagnorðs í eftirfarandi verkefnum:
a) Ég þegi. Hann talaði. Barnið teiknar. Við spilum. Þið hlæið.
Þær saumuðu. Það rignir. Ég hleyp. Þú stekkur. Hann féll. Það
dimmir. Hún situr. Hann stóð. Þú borðar. Ég tek bókina og læt hana á
skrifborðið. Taktu hana þá. Hann fór í frakkan, setti á sig hattinn
og gekk síðan út. Ég keypti hestinn. Þú ert duglegur. Hvar er bókin
sem ég lánaði þér í gærdag?
b) Ég les ekki nema þú skipir mér það. Ég hélt að þú værir
frískur. Gráttu ekki, barnið gott. Komið þið hingað. Ég hitti þig
bráðlega ef ég get. Ég vona að hann sæki mig á morgun. Hann vonaði
að þú færir ekki strax. Gráti hann ekki, muni hann heldur. Það lá
við að hann gæfist upp.