5. Orðin hafa margs konar einkenni. Sum eru ævinlega eins. Önnur
breytast eftir því í hvaða sambandi þau eru við önnur orð: Hestur,
um hest; hann er lítill, hún er lítil; ég fer, ég fór. Orð, sem
þannig breytsat, nefnast beygjanleg orð.
Verður nú vikið að þeim einkennum orða sem nauðsynlegt er að vita
deili á áður en rætt er um skiptingu orðanna í flokka.
6. Kyn. Kynin eru þrjú, karlkyn, kvenkyn, og hvorugkyn. Um
karlkynsorð getum við sagt hann(þeir), um kvenkynsorð hún(þær), það
(þau) um hvorugkynsorð.