Hélst það og lengi síðan að menn sáu dreka fljúga ofan um þeim megin frá Þórisstöðum og Gullfoss er kallaður og yfir fjörðinn í fjall það er stendur yfir bænum í Hlíð.


Atli son hans tók fjárvarðveislu eftir hann og bjó á Þórisstöðum og þokkaðist vel nábúum sínum.


Og lýkur þar þessi sögu.



(Hér er annað niðurlag á sögunni eftir AM 945 4to. Þar er komið að óvinir Þóris hafa búið honum fyrirsát en Önundur nokkur fer til að ginna hann í gildru.)



Þeir komu í Djúpadal og nema staðar á völlum nokkurum framarlega í dalnum. Þar eru þröng og ofurleg gljúfur öðrumegin við vellina. Önundur bað þá bíða þar "en eg mun fara á fund Þóris," segir hann.


Þeir gera nú svo en Önundur ríður á Þórisstaði. Honum er þar vel fagnað og er hann þar um nótt.


Um morguninn eftir býst Þórir að ríða í Djúpadal. Hann bað Atla son sinn með sér fara og fór hann og tveir húskarlar. Ingibjörg kona Þóris spyr hann að hví hann hafi menn með sér.


Þórir mælti: "Vera má að nokkuð beri nú til tíðinda sem þú sérð eigi. Grunar mig um það þó að eg fái ekki að gert."


Síðan reið Þórir af stað og minntist áður við konu sína og bað hana vel lifa.


================ And the above passage divided by sentences ================


Hélst það og lengi síðan að menn sáu dreka fljúga ofan um þeim megin frá Þórisstöðum og Gullfoss er kallaður og yfir fjörðinn í fjall það er stendur yfir bænum í Hlíð.



Atli son hans tók fjárvarðveislu eftir hann og bjó á Þórisstöðum og þokkaðist vel nábúum sínum.



Og lýkur þar þessi sögu.




(Hér er annað niðurlag á sögunni eftir AM 945 4to. 



Þar er komið að óvinir Þóris hafa búið honum fyrirsát en Önundur nokkur fer til að ginna hann í gildru.)



Þeir komu í Djúpadal og nema staðar á völlum nokkurum framarlega í dalnum. 



Þar eru þröng og ofurleg gljúfur öðrumegin við vellina. 



Önundur bað þá bíða þar "en eg mun fara á fund Þóris," segir hann.



Þeir gera nú svo en Önundur ríður á Þórisstaði. 



Honum er þar vel fagnað og er hann þar um nótt.



Um morguninn eftir býst Þórir að ríða í Djúpadal. 



Hann bað Atla son sinn með sér fara og fór hann og tveir húskarlar. 



Ingibjörg kona Þóris spyr hann að hví hann hafi menn með sér.



Þórir mælti: "Vera má að nokkuð beri nú til tíðinda sem þú sérð eigi. 



Grunar mig um það þó að eg fái ekki að gert."



Síðan reið Þórir af stað og minntist áður við konu sína og bað hana vel lifa.