Hey mikið lá á vellinum um daginn er hirða skyldi en naut Helga af Hjöllum gengu í. Gunnar spurði því að eigi skyldi reka nautin úr vellinum.


"Ekki þykir oss það tjóa," segir Eyjólfur, "því að jafnskjótt eru aftur rekin nautin sem vér rekum í brott."


Gunnar segir: "Það þykir mér yður skömm mikil, venslamönnum Þóris, að sitja ójöfnuð bændum hér í Þorskafirði."


"Þann veg ræðir þú um," segir Eyjólfur, "sem þér sé ókunnigt skaplyndi Helga eða Þórarins ákafa sonar hans."


Gunnar segir: "Ekki ætla eg að ganga vagur fyrir skaplyndi þeirra."


Hann hljóp til nautanna, barði og elti út með sjónum sem gatan lá og ofan fyrir einstigi það er var við ána. Grímur var úti staddur, son Eyjólfs, og telgir kylfu. Hann segir föður sínum um nautin og spurði hvort engi maður skyldi fylgja þessum manni. Eyjólfur kveðst letja hvern sinna manna að fylgja honum. Grímur kvað engum tjóa mundu að letja sig og hljóp þegar eftir Gunnari með kylfuna.


En er Gunnar kom í einstigið var þar fyrir Þórarinn ákafi með fimmtán menn og vilja þegar aftur reka nautin. Gunnar sækir þá að í ákafa en þeir ráða fast í mót. Helgi sat á hesti fyrir utan ána og eggjar þaðan liðið. Þar vó Gunnar Þórarin og tvo aðra en Grímur drap einn. Gunnar kastaði steini fyrir brjóst Helga svo að hann féll af baki og lömdust bringspelirnir. Fór hann við það heim og lá í rekkju lengi.


En meðan þetta bar að tók Eyjólfur söðul af hesti Gunnars og söðlar tvo hesta. Hann bað þá Grím og Gunnar fara til Þóris "og segið honum þessi tíðindi" og biðja hann ásjá.


Eftir það fóru þeir á Þórisstaði og sögðu honum til og leita ráðs við hann.


Þórir tók ekki mjög á þessum tíðindum og bað þó Grím fara til sín "en ekki vil eg taka við Gunnari," segir hann, "því að þær einar spurnir hefi eg frá honum að hann hafi meiri verið í hreysti en hamingju.


========================= And the above passage divided by sentences =========================


Hey mikið lá á vellinum um daginn er hirða skyldi en naut Helga af Hjöllum gengu í. 



Gunnar spurði því að eigi skyldi reka nautin úr vellinum.



"Ekki þykir oss það tjóa," segir Eyjólfur, "því að jafnskjótt eru aftur rekin nautin sem vér rekum í brott."



Gunnar segir: "Það þykir mér yður skömm mikil, venslamönnum Þóris, að sitja ójöfnuð bændum hér í Þorskafirði."



"Þann veg ræðir þú um," segir Eyjólfur, "sem þér sé ókunnigt skaplyndi Helga eða Þórarins ákafa sonar hans."



Gunnar segir: "Ekki ætla eg að ganga vagur fyrir skaplyndi þeirra."



Hann hljóp til nautanna, barði og elti út með sjónum sem gatan lá og ofan fyrir einstigi það er var við ána. 



Grímur var úti staddur, son Eyjólfs, og telgir kylfu. 



Hann segir föður sínum um nautin og spurði hvort engi maður skyldi fylgja þessum manni. 



Eyjólfur kveðst letja hvern sinna manna að fylgja honum. 



Grímur kvað engum tjóa mundu að letja sig og hljóp þegar eftir Gunnari með kylfuna.



En er Gunnar kom í einstigið var þar fyrir Þórarinn ákafi með fimmtán menn og vilja þegar aftur reka nautin. 



Gunnar sækir þá að í ákafa en þeir ráða fast í mót. 



Helgi sat á hesti fyrir utan ána og eggjar þaðan liðið. 



Þar vó Gunnar Þórarin og tvo aðra en Grímur drap einn. 



Gunnar kastaði steini fyrir brjóst Helga svo að hann féll af baki og lömdust bringspelirnir. 



Fór hann við það heim og lá í rekkju lengi.



En meðan þetta bar að tók Eyjólfur söðul af hesti Gunnars og söðlar tvo hesta. 



Hann bað þá Grím og Gunnar fara til Þóris "og segið honum þessi tíðindi" og biðja hann ásjá.



Eftir það fóru þeir á Þórisstaði og sögðu honum til og leita ráðs við hann.



Þórir tók ekki mjög á þessum tíðindum og bað þó Grím fara til sín "en ekki vil eg taka við Gunnari," segir hann, "því að þær einar spurnir hefi eg frá honum að hann hafi meiri verið í hreysti en hamingju.