Það var eina nótt um vorið að Þórir mátti ei sofa.
It was one night during the spring that Thorir was not able to sleep.

Hann gekk þá út og var regn mikið.
He went outside then and it was raining hard.

Hann heyrði jarm þangað er stíað var.
He heard bleating thither where the lamb pen was.

Þórir gekk þangað og sá á réttargarðinum að þar lágu kið tvö bundin og lömb
tvö en í rétt sátu konur tvær.
Thorir went thither and saw that at the sheep fold that there lay two kid
goats and two lambs tied up and in the fold sat two women.

Þær léku að hnettafli og var taflið allt steypt af silfri en gyllt allt hið
rauða.
They played at hnefetafl and the board was cast all of silver and gold, all
the red-gold.

Þær brugðust við fast og urðu hræddar mjög.
They turned quickly and became very fearful.

Þórir fékk tekið þær og setti niður hjá sér og spurði því að þær legðust á
fé hans.
Thorir was able to catch them and set (them) down near him and asked (what)
they were doing with his livestock?

Þær buðu allt á hans vald.
They proclaimed all his authority???

Hann spurði hverjar þær væru.
He asked who they were.

Það var önnur Kerling dóttir Styrkárs í Barmi en önnur kveðst vera dóttir
Varða ofan úr Vörðufelli og nefndist hún flagðkona en hin hamhlaupa.
The one old woman was a daughter of Styrkar in Barm and the other said
herself to be a daughter of Varda, down out of Varda’s hill and named
herself as an ogress and the shape-shifter.

Þórir gerði þá sætt með þeim að þær hefðu sauði með sér en hann taflið og
það er þar fylgdi en á tuglunum taflpungsins var gullbaugur settur steinum
en annar silfurbaugur var í borðinu.
Thorir made an agreement then with them that they have the sheep with them,
but he have the game board and that which accompanied there and on the
strap for the game pieces was a gold ring set with stones and another silver
ring was on the board.

Þetta allt tók Þórir og skildu við það.
Thorir took all this and (they) parted at that.

Þá sætt hélt Frosta vel en Kerling illa.
Frosta held the agreement then well, but the old woman, badly.

Með þeim Eyjólfi í Múla og Helga á Hjöllum var fjandskapur mikill um beiting
og beittu Hjallamenn fyrir Eyjólfi bæði tún og eng.
Between them, Eyjolf in Muli and Helga in Hjoll, was great enmity regarding
grazing and men from Hjoll grazed (right) before Eyjolf in field and
meadow.

Það var einn veðurdag góðan að menn voru að heyverki í Múla að þeir sáu hvar
maður reið sunnan yfir Þorskafjörð og að garði í Múla.
It was on day with good weather that men were at haying in Muli that they
saw where a man rode from the south over Thorskafirth and to the yard in
Muli.

En því var þessa við getið að þessi maður var öðruvís búinn en þeir menn er
þar riðu hversdaglega.
And it was it was told that this man was otherwise clothed than those men
who rode there on a daily basis.

Hann hafði hjálm á höfði en skjöld á hlið gylltan.
He had a helmet on his head and a shield gilt on the side.

Hann reið í steindum söðli og hafði öxi rekna á öxl nær alnar fyrir munn.
He rode in a colored saddle and had an inlaid axe on his shoulder nearly 18”
long at the edge.

Hann reið ákafa mikinn og var hesturinn mjög móður.
He rode very hard and the horse was very tired.

Og er hesturinn kom í garðshliðið var hann staðþrotinn.
And when the horse came into the yard gate, it was completely exhausted.

Þá hljóp maðurinn af baki og setti öxina í höfuð hestinum og var hann þegar
dauður.
Then the man dismounted with a leap and set the axe in the horse’s head and
it was dead at once.

Hann tók ekki af söðulinn og gekk heim eftir það.
He did not take the saddle off and went home after it.

Eyjólfur bóndi spurði hann að nafni.
Yeoman Eyjolf asked him his name.

Hann kveðst Gunnar heita, austfirskur maður að ætt, en kveðst Þóri finna
vilja.
He said he was called Gunnar, a man from the east fjord by descent, and said
of himself to wish to meet Thorir.

Grace Hatton
Hawley, PA