Ekki vildi Þórir sættast við Þorbjörn um fjárupptakið og kvað þá skyldu greiða með sér í tómi. 

Thorir didn't want to settle with Thorbjorn concerning the seizure of his property and told them (that they) should arrange with him at leisure.


Lét Þórir nú heim fara alla sína fóstbræður og var nú kyrrt um hríð.

Thorir now had all his foster-brothers go home and it was now quiet for a while.


13. kafli


Þar er nú til að taka að Guðmundur son Þóris óx upp í Múla með Eyjólfi þar til er hann var níu vetra gamall. 

There is now to begin (the story) that Gudmundr, Thoris' son, grew up in Mula with Eyjolf until he was 9 years old.


Hann var þá ákafa mikill og sterkur. 

He was then very vehement and strong.


Hann fór þá heim til föðurs síns. 

He then went home to his father.


Nú fór svo fram um hríð að hann þroskaðist heima.

Now it so went forward a while that he grew up at home.


Það var einn dag að Þórir kvaddi hann til farar með sér og riðu inn með Þorskafirði og stefndu til Uppsala. 

It was one day that Thorir called on him to go with him, and they rode in by Thorskafirth (Cod-firth) and headed for Uppsala.


Þorbjörn var úti og kenndi för Þóris.

Thorbjorn was then outside and recognized Thoris.


Hann mælti við Örn son sinn: "Hér ríður Þórir og son hans og mun ætla að hefna þess er við tókum féð. 

He spoke with his son Orn: "Thorir and his son ride here and will intend to avenge that when we took livestock.


Nú vil eg að þú farir sem skjótast á Hofstaði og segir Halli að hann komi til liðs við mig en eg mun á meðan verjast úr húsunum og munu ekki skjót umskipti verða með okkur Þóri."

Now I want that you go as soon as possible to Hofstad and tell Hallr that he should come to help me, and I will meanwhile defend myself outside the houses and will not be fast a change between us, Thorir (and me).


Örn hefir sig þegar frá bænum.

Orn brings himself at once from the farms.


Þetta sér Þórir og mælti við Guðmund: "Maður rennur þar út frá bænum á Uppsölum og mun sá sendur til Hofstaða til Halls. 

Thorir sees this and said to Gudmundr: "A man is running there out from the farms to Uppsala and he will send to Hofstad for Hall.  (?)


Far þú eftir honum og dvel hann."

Go after him and delay him."


Hann sneri eftir Erni og bað hann bíða. 

He goes after Orn and asked him to wait.


Örn nam staðar og reiddi upp öxi mikla er hann hafði í hendi. 

Orn halted and raised up a large axe that he hand in (his) hand.


Guðmundur hljóp af baki og rann að honum með spjótið og lagði í gegnum hann en Örn gekk á lagið og hjó til hans og yfir öxlina og brotnaði í sundur öxarskaftið en hyrnan kom í herðarblað Guðmundi og varð hann lítt sár. 

Gudmundr dismounted and ran at him with his spear and stabbed through him, and Orn broke the thrust and hacked at him across his shoulders and the axe-handle broke in pieces, but the axe-point landed on Gudmundr's shoulder-blade and he became a little wounded.


Eftir það féll Örn þar á götunni og heitir þar nú Traustagata.

After that Orn fell (dead) there at the path and it is called there now Traustagata (Strong-path).


Þórir reið heim á bæinn að Uppsölum en Þorbjörn stóð í dyrum með vopnum. 

Thorir rode home to his farm at Uppsala, and Thorbjorn remained inside with his weapons.


Gekk Þórir upp að dyrunum en Þorbjörn lagði spjóti til hans en Þórir hjó það af skafti. 

Thorir went up to the door, and Thorbjorn thrust a spear at him, but Thorir hacked off the shaft.


Þá brá Þorbjörn sverði og hjó til Þóris og kom í hjálminn en sverðið brotnaði undir hjöltunum.

Then Thorbjorn drew (his) sword and struck at Thoris with it, and it landed on his helmet, and the sword broke below the hilt.