Nú koma þeir á mýrina og þegar hleypur Kýlan upp úr einum runni og sótti að Mávi í ákafa. Askmaður skopar um hið ytra og vildi krækja af honum skjöldinn. Már hjó hart og tíðum en sverðið beit ekki. Þá kastar hann skildinum en þreif sverðið báðum höndum. Hann hjó á öxl Kýlans svo hart að lamdist axlarbeinið og jafnskjótt hjó Kýlan í mót og kom á hendur Mávi og tók af báðar í úlfliðum. Már rann þá á Kýlan og spennti um hann stúfunum. Þá hljóp Askmaður á bak Mávi og lagði á meðal herða honum svo að fram kom í brjóstið. Þar féll Már, hinn besti drengur, og huldu þeir hræ hans og sögðu Halli hvar komið var. Hann lét vel yfir. Eftir það fóru þeir heim og lagðist Kýlan í rekkju og ónýtti höndina.


Hallvarður var heima er hann frá lát sonar síns. Hann var þá til einkis fær. Þá sendi hann mann til Þóris að segja honum tíðindi. Hann svaraði fá um þetta. En litlu síðar fóru Þórir og Ketilbjörn og Kinnarsynir til Hafrafells og fundu Kýlan í dyrum úti. Þeir beiddu bóta fyrir víg Márs en hann svarar illa og rak aftur hurðina í klofa. Þeir tóku stokk og brutu upp hurðina og fundu hvergi Kýlan en fundu laundyr á bak húsum. Hlupu þeir út og sáu að Kýlan var kominn upp í fjall. Þeir runnu eftir honum og þar til er vatn varð fyrir þeim. Þar hljóp Kýlan á út en Þórir skaut eftir honum spjótinu því er faðir hans hafði gefið honum og kom í milli herða Kýlan og kom hvorki upp síðan. Eftir það fóru þeir heim.


Þá ræddi Þórir um að hann vildi finna Askmann. Og er þeir komu á bæ hans voru aftur hurðir. Þar voru lítil hús. Viðköstur var fyrir dyrum. Þeir Þórir ruddu viðinum á hurðina og báru eld í. 


=============== And the same passage divided by sentences ===============


Nú koma þeir á mýrina og þegar hleypur Kýlan upp úr einum runni og sótti að Mávi í ákafa. 



Askmaður skopar um hið ytra og vildi krækja af honum skjöldinn. 



Már hjó hart og tíðum en sverðið beit ekki. 



Þá kastar hann skildinum en þreif sverðið báðum höndum. 



Hann hjó á öxl Kýlans svo hart að lamdist axlarbeinið og jafnskjótt hjó Kýlan í mót og kom á hendur Mávi og tók af báðar í úlfliðum. 



Már rann þá á Kýlan og spennti um hann stúfunum. 



Þá hljóp Askmaður á bak Mávi og lagði á meðal herða honum svo að fram kom í brjóstið. 



Þar féll Már, hinn besti drengur, og huldu þeir hræ hans og sögðu Halli hvar komið var. 



Hann lét vel yfir. 



Eftir það fóru þeir heim og lagðist Kýlan í rekkju og ónýtti höndina.



Hallvarður var heima er hann frá lát sonar síns. 



Hann var þá til einkis fær. 



Þá sendi hann mann til Þóris að segja honum tíðindi. 



Hann svaraði fá um þetta. 



En litlu síðar fóru Þórir og Ketilbjörn og Kinnarsynir til Hafrafells og fundu Kýlan í dyrum úti. 



Þeir beiddu bóta fyrir víg Márs en hann svarar illa og rak aftur hurðina í klofa. 




Þeir tóku stokk og brutu upp hurðina og fundu hvergi Kýlan en fundu laundyr á bak húsum. 



Hlupu þeir út og sáu að Kýlan var kominn upp í fjall. 



Þeir runnu eftir honum og þar til er vatn varð fyrir þeim. 



Þar hljóp Kýlan á út en Þórir skaut eftir honum spjótinu því er faðir hans hafði gefið honum og kom í milli herða Kýlan og kom hvorki upp síðan. 



Eftir það fóru þeir heim.



Þá ræddi Þórir um að hann vildi finna Askmann. 



Og er þeir komu á bæ hans voru aftur hurðir. 



Þar voru lítil hús. 



Viðköstur var fyrir dyrum. 



Þeir Þórir ruddu viðinum á hurðina og báru eld í.