Þá gengu þeir Þórir á hólm við berserkina og höfðu sigur. Þá vildu félagar þeirra hefna og sló þá í bardaga og varð hin harðasta orusta en svo lauk að þeir drápu þá alla víkingana er í móti risu en eltu hina úr landi.


Þrjá vetur var Þórir í Gautlandi. Þá tók jarl banasótt. Hann gaf Þóri kaupskip og bað hann fara til Íslands en Hauknef gaf hann dóttur sína og þar með ríkið og var hann þar eftir. En Þórir fór til Noregs. Hann sendi Rekkal til Englands með annað skip. Þeir Þórir fóru til Íslands og komu út í Dögurðarnes.


Þar kom Steinólfur hinn litli til skips og brá mjög við er hann sá Þóri. Þar var og Kjallakur gamli og bað hann Steinólf mág sinn eiga gott við Þóri, kvað honum þungt falla mundu ef hann gerði ei svo "þar sem þínar fylgjur mega ei standast hans fylgjur," sagði Kjallakur.


Steinólfur falar sverðið góða að Þóri en Þórir vill ei selja og bauð að gefa honum eins manns herneskju en Steinólfi þótti það líkt og ekki og lagðist lítt á með þeim.


Þórir vill þá í brott því að honum þótti þeir ærið liðmargir. Þeir tóku sunnanveður og ætla til Þorskafjarðar. Þá gekk veðrið til landsuðurs og austurs og bar þá vestur undir Flatey. Þar bjó Hallgríma dóttir Gils skeiðarnefs. Hennar synir voru þeir Hergils er síðan bjó í Hergilsey og Oddi. Þá sá Þórir Ingibjörgu dóttur Gils skeiðarnefs og fannst honum mikið um hana þá stund er þeir dvöldust í Flatey. Þeir héldu þaðan til Knarrarness. Það er á framanverðu Reykjanesi og þá fékk það nafn. Þá bjó Breiður í Gröf. Þar heitir nú á Breiðabólstað. Þar gengu félagar Þóris af skipinu, þeir er fyrir sunnan Þorskafjörð áttu heimili, nema Ketilbjörn og Þórhallur. Þeir vildu eigi við Þóri skiljast.



==========And the above passage divided by sentences==============


Þá gengu þeir Þórir á hólm við berserkina og höfðu sigur. 



Þá vildu félagar þeirra hefna og sló þá í bardaga og varð hin harðasta orusta en svo lauk að þeir drápu þá alla víkingana er í móti risu en eltu hina úr landi.



Þrjá vetur var Þórir í Gautlandi. 



Þá tók jarl banasótt. 



Hann gaf Þóri kaupskip og bað hann fara til Íslands en Hauknef gaf hann dóttur sína og þar með ríkið og var hann þar eftir. 



En Þórir fór til Noregs. 



Hann sendi Rekkal til Englands með annað skip. 



Þeir Þórir fóru til Íslands og komu út í Dögurðarnes.



Þar kom Steinólfur hinn litli til skips og brá mjög við er hann sá Þóri. 



Þar var og Kjallakur gamli og bað hann Steinólf mág sinn eiga gott við Þóri, kvað honum þungt falla mundu ef hann gerði ei svo "þar sem þínar fylgjur mega ei standast hans fylgjur," sagði Kjallakur.



Steinólfur falar sverðið góða að Þóri en Þórir vill ei selja og bauð að gefa honum eins manns herneskju en Steinólfi þótti það líkt og ekki og lagðist lítt á með þeim.



Þórir vill þá í brott því að honum þótti þeir ærið liðmargir. 



Þeir tóku sunnanveður og ætla til Þorskafjarðar. 



Þá gekk veðrið til landsuðurs og austurs og bar þá vestur undir Flatey. 



Þar bjó Hallgríma dóttir Gils skeiðarnefs. 



Hennar synir voru þeir Hergils er síðan bjó í Hergilsey og Oddi. 



Þá sá Þórir Ingibjörgu dóttur Gils skeiðarnefs og fannst honum mikið um hana þá stund er þeir dvöldust í Flatey. 



Þeir héldu þaðan til Knarrarness. 



Það er á framanverðu Reykjanesi og þá fékk það nafn. 



Þá bjó Breiður í Gröf. 



Þar heitir nú á Breiðabólstað. 



Þar gengu félagar Þóris af skipinu, þeir er fyrir sunnan Þorskafjörð áttu heimili, nema Ketilbjörn og Þórhallur. 



Þeir vildu eigi við Þóri skiljast.