Þorkell mælti þá: "Svo er háttað Gunnar bóndi að hér er sá maður í ferð með mér er Hersteinn heitir, son Blund-Ketils. 

Thorkell then said: "It is so conditioned, Master Gunnar, that here is the man on a journey with me who is called Herstein, Blund-Keill's son.


Er eigi því erindi að leyna að hann vill biðja dóttur þinnar Þuríðar. 

It is not to conceal that mission that he wants to ask for your daughter Thuridr in marriage.


Hefi eg og fyrir þessa sök með honum farið að eg vildi eigi að þú vísaðir manninum frá því að mér sýnist happaráð hið mesta. 

I have also gone for this matter with him that I didn't want that you send the man away because it seems to me the most happy counsel.


Þykir mér og miklu varða að eigi sé óvirt þetta mál og mín tillög eða seint svarað."

It also seems to me it matters much that this matter not be disregarded and my help or slowly answered."


Gunnar mælti: "Eigi er eg einhlítur um svör þessa máls og vil eg ráðast um við móður hennar og svo við dóttur mína og einkum við Þórð gelli frænda hennar. 

Gunnar said: "It is not (that) I (am) fully sufficient concerning this matter's answer, and I want to consult with her mother and so with my daughter and especially with Thord "yeller," her relative.


En góðar einar fréttir höfum vér til þessa manns og svo til föður hans og er þetta ásjámál."

And we have some good news concerning this man and so to his father and this is a matter requiring consideration."


Þá svarar Trefill: "Svo skaltu til ætla að vér munum eigi lengi vonbiðlar vera konunnar og þykjumst vér eigi minnur sjá fyrir þinni sæmd en vorri. 

Then Trefill answers: "So shall you expect that we will not long be a wooer waiting for a wife's answer and we don't think less to see for this honor or (vorri?).


Þykir mér og kynlegt um svo vitran mann sem þú ert að þú virðir slíka hluti fyrir þér svo vel sem boðið er. 

It seems to me also strange concerning so wise a man as you are that you value such a participation for you so well as is offered.


Höfum vér og svo að eins heiman gert ferð vora að eigi mun til einskis ætluð. 

And we have so only made our journey from home that it will not (be) intended to nothing.


Og mun eg Hersteinn veita þér slíkt lið sem þú vilt að þetta fari fram ef hann kann eigi að sjá hvað honum sómir."

And I will give you, Hersteinn [or is Hersteinn someone else? I have lost track of who's on first], such a body of men as you would want to this would go forward if he isn't able to see what would befit him."


Gunnar svarar: "Það fæ eg eigi skilið hví þér látið svo brátt að þessu eða haldið við heitan sjálfa því að mér líst þetta mjög jafnræði en einskis ills örvænti eg fyrir yður og mun eg það ráð upp taka að rétta fram höndina."

Gunnar answers: "I don't understand that why you left so soon to this or stood against threatening self because this seems to me very muach an equal match and nothing ill despair I before you, and I will take that advice to stretch out my hands." [In other words, I didn't understand the sentence]


Og svo gerir hann en Hersteinn nefnir sér votta og fastnar sér konu. 

And he so does, and Hersteinn names himself witnesses and engages himself a wife.


Eftir þetta standa þeir upp og ganga inn. 

After this they stand up and go inside.


Er þeim veittur beini góður.

They receive good hospitality. 


Nú spyr Gunnar tíðinda. 

Gunnar now learns the news.


Þorkell segir að þeir hafi nú eigi annað nýlegar frétt en brennu Blund-Ketils. 

Thorkell says that the now have not another new news that Blund-Ketil's burning.


Gunnar spurði hver því olli. 

Gunnar asked who caused it.


Þorkell segir að Þorvaldur Oddsson var upphafsmaður að og Arngrímur goði. 

Thorkell says that Thorvaldr Oddson was an originator and also chieftain Arngrimr.


Gunnar svaraði fá, lastaði lítt enda lofaði eigi.

Gunnar answered little, blammed little, and yet didn't praise.