Þorbrandur hafði verið í bardaganum í meðalgöngu með þeim Ásláki og Illuga og hann hafði þá beðið að leita um sætti.

Thorbrandr had been in a fight in intercession with them, Aslaki and Illuga, and he had then asked to try to get peace.



Þakkar hann þeim vel sína liðveislu og svo Snorra goða fyrir sinn styrk.

He thanks them well for their support and so (to) chieftain Snorry for his help.



Fór Snorri goði þá heim til Helgafells eftir bardagann.

Chieftain Snorri then went home to Helgafell after the battle.



Var þá svo ætlað að Þorbrandssynir skyldu vera ýmist að Helgafelli eða heima í Álftafirði þar til að lyki málum þessum því að þá voru hinar mestu dylgjur sem von var er allt var griðalaust með mönnum þegar er menn voru heim komnir frá fundinum.

It was then so intended that Thorbrand's sons should sometimes be at Helgafell, sometimes at home in Alftafirth, there to end these matters because then it was the most suppressed enmity as was comon when it was all without a truce with men at once when men had come home from the fight.



45. kafli

Það sumar, áður bardaginn var í Álftafirði, hafði skip komið í Dögurðarnes sem fyrr var sagt.

That summer, before the fight happened in Alftafirth, a ship had arrived in Dogurarnes, as previously was said.



Þar hafði Steinþór af Eyri keypt teinæring góðan við skipið.

Steinthor of Eyri had bought there a good ten-oared ship by the ship.



Og er hann skyldi heim færa skipið tók hann vestanveður mikið og sveif þeim inn um Þórsnes og lentu í Þingskálanesi og settu þar upp skipið í Gruflunaust og gengu þaðan út yfir ásana til Bakka og fóru þaðan á skipi heim.

And when he should go home, the ship took him, a great west wind and swept them in across Thorsness and it came to land in Thingskalaness and the ship drew ashore in Gruflunaust, and they then went out over the ridge to Bakku and they went from there home to the ship.



En teinæringurinn hafði ekki sóttur orðið um haustið og stóð hann þar í Gruflunausti.

But the ten-oared ship had not been visited during the fall and it remained there in Gruflunaust.



Það var einn morgun litlu fyrir jól að Steinþór stóð upp snemma og segir að hann vill sækja skip sitt inn í Þingskálanes.

It was one morning, a little before Yule, and Steinthor suddenly got up and says that he will go to fetch his ship in at Thingskalness.



Þá réðust til ferðar með honum bræður hans, Bergþór og Þórður blígur.

Then his brothers, Bergthor and Thordr Starer, got ready to travel with him.



Þá voru sár hans mjög gróin svo að hann var vel vopnfær.

His wounds were then much healed so that he was well able to bear arms.



Þar voru og í ferð Austmenn Steinþórs tveir.

There were also on the journey two of Steinthor's Norwegians.



Alls voru þeir átta saman og voru fluttir inn yfir fjörð til Seljahöfða og gengu síðan inn á Bakka og fór þaðan Þormóður bróðir þeirra.

They were eight altogether and had gone in over the fiord to Seljanoff and then went in to Bakka and their brother Thorodur went (with them) from there.



Hann var hinn níundi.

He was the ninth.



Ís var lagður á Hofstaðavog mjög svo að bakka hinum meira og gengu þeir inn eftir ísum og svo inn yfir eið til Vigrafjarðar og lá hann allur.

(The) ice was driven to Hofstadavog so much that it backs up the most and they went in across the ice and so in over (the) isthmus to Vigrafjard and he led everyone (?) (or it (the ship) lay all at anchor).



Honum er svo háttað að hann fjarar allan að þurru og leggst ísinn á leirana er fjaran er en sker þau er eru á firðinum stóðu upp úr ísnum og var þar brotinn mjög ísinn um skerið og voru jakarnir hallir mjög út af skerinu.

It was so conditioned that it is left aground all on dry land and the ice lay on muddy flats which the ebb-tide is but the rocks in the sea which were in the fiord stood up out of the ice and it the ice there was very broken around the rocks and the ice floes were were very much inclined out of the rocks.



Lausasnjór var fallinn á ísinn og var hált mjög á ísnum.

Loose snow had fallen on the ice, and it was very slippery on the ice.