Þetta sama haust ræddu Þorbrandssynir við Egil, þræl sinn, að hann skal fara út til knattleikanna og drepa nokkurn af Breiðvíkingum, Björn eða Þórð eða Arnbjörn, með nokkuru móti en síðan skal hann hafa frelsi.

This same fall, Thorband's son spoke with Egil, his thrall, that he shall go out to the ballgames and kill someone of the Breidvikings, Bjorn or Thord or Arnbjorn, with a certain way that then he shall have freedom.



Það er sumra manna sögn að það væri gert með ráði Snorra goða og hafi hann svo fyrir sagt að hann skyldi vita ef hann mætti leynast inn í skálann og leita þaðan til áverka við menn og bað hann ganga ofan skarð það er upp er frá Leikskálum og ganga þá ofan er máleldar væru gervir því að hann sagði það mjög far veðranna að vindar lögðust af hafi um kveldum og hélt þá reykinum upp í skarðið og bað hann þess bíða um ofangönguna er skarðið fyllti af reyk.

It is said of some people that it was done with chieftain Snorri's advice, and he has (“had”) so previously said that she should know if he were able to hide inside the hut and try then to seek for a bodily injury against men and asked him to go down that mountain pass which is up above the Game-huts and then go down when meal-fires would be made (?) because he said that the winds go much that twist lay from the ocean during the evening and then steer the smoke up to the mountain pass and asked him to wait concerning going down until the mountain pass filled with smoke.



Egill réðst til ferðar þessarar og fór fyrst út um fjörðu og spyr að sauðum Álftfirðinga og lét sem hann færi í eftirleit.

Egill got ready for these journeys and went first out across the fiord and asks about the sheep of Alftfirding and acts as if he were going in search (of them).



En á meðan hann var í þessi ferð skyldi Freysteinn bófi gæta sauða í Álftafirði.

But while he was on this journey, Freysteinn “the rogue” should watch (the) sheep in Alftafirth.



Um kveldið er Egill var heiman farinn gekk Freysteinn að sauðum vestur yfir ána og er hann kom á skriðu þá er Geirvör heitir er gengur ofan fyrir vestan ána þá sá hann mannshöfuð laust óhulið.

During the evening when Egill was (away) from home travelling, Freysteinn grazed the sheep west across the river, and when he came to a billet of wood there were it is called Geirvor which goes down from the west river then he saw a man's head loose un-obscured (?).



Höfuðið kvað stöku þessa:

The head recited this stanza:



Roðin er Geirvör
Geirvor is red
gumna blóði,
bloody men,

hún mun hylja
she will hide

hausa manna.
Man's skull.


Hann sagði Þorbrandi fyrirburðinn og þótti honum vera tíðindavænlegt.

He told Thorbrand (about) the vision and it seemed to me to be fraught with great tidings.



En það er að segja af ferð Egils að hann fór út um fjörðu og upp á fjall fyrir innan Búlandshöfða og svo suður yfir fjallið og stefndi svo að hann gekk ofan í skarðið að Leikskálum.

And it is said of Egil's journey that he went out across the fiord and up to a mountain over in Bulandshofda and so south over the mountain and went in a direction so that he went down to the mountain pass at the Games'-hut.



Leyndist hann þar um daginn og sá til leiksins.

He then hid there during the day and watched the game.



Þórður blígur sat hjá leikinum.

Thordr “gazer” sat by the games.



Hann mælti: "Það veit eg eigi hvað eg sé upp í skarðið, hvort þar er fugl eða leynist þar maður og kemur upp stundum.

He said: “I don't know what I see up in the mountain pass, whether there is a bird or a man is hiding there and comes up at times.



Kvikt er það," segir hann.

It is alive,” he says.



"Þykir mér ráð að um sé forvitnast," en það varð eigi.

“It seems to me advisable concerning (it) that it be looked into,” but it didn't happen.