Um sumarið þá er þeir voru nýkomnir út var stefnt fjölmennt mannamót fyrir norðan heiðina undir Haugabrekkum, inn frá Fróðárósi, og riðu þeir til kaupmennirnir allir í litklæðum.

During the summer when they had just come to Iceland, a meeting of many people was summoned for the north district below Haugabrekkum, inward from Frodarosi, and they, the merchants, all rode in colored clothing.



Og er þeir komu til mannamótsins var þar mart manna fyrir.

And when when came to the meeting, there was many a man before (them).



Þar var Þuríður húsfreyja frá Fróðá og gekk Björn til tals við hana og lagði engi maður það til orðs.

Mistress Thuridur was there from Froda, and Bjorn went to speak with her and no man talked about it.



Þótti mönnum að vonum að þeim yrði hjaldrjúgt svo langt sem í milli funda hafði verið.

It seemed to people that they had much to say so long as there had been a meeting between (them).



Þar urðu áverkar með mönnum um daginn.

There happened a bodily injury between people during the day.



Þar var særður til ólífis maður þeirra norðanmanna og var hann borinn undir hrísrunn einn er stóð á eyrinni og hljóp blóð mikið úr sárinu og stóð blóðtjörn í runninum.

There was wounded to death a man of the people of the north, and he was carried under some brushwood which stood on the island and much blood ran from the wound and a pool of blood in the ambush.



Þar var sveinninn Kjartan, sonur Þuríðar frá Fróðá.

The boy Kjartan, Thurid from Froda's son, was there.



Hann hafði öxi litla í hendi.

He had a small axe in (his) hand.



Hann hljóp að runninum og laugaði öxina í blóðinu.

He ran to the ambush and dipped the axe in the blood.



En er þeir Heiðsynningar riðu suður af mannamótinu spyr Þórður blígur hversu á horfist um tal með þeim Þuríði að Fróðá.

When they, Heid's sons, rode south from the meeting, Thordur asks for a look how it looked concerning (the) conversation between them, Thuridur from Froda (and Bjorn).



Björn lét vel yfir.

Bjorn expressed approval.



Þá spurði Þórður hvort hann hefði séð um daginn sveininn Kjartan son þeirra Þórodds allra saman.

Then Thordur asked whether he had seen during the day the boy Kjartan, their, Þóroddur (and somebody else's) son, all together.



"Sá eg hann," segir Björn.

“I saw him,” says Bjorn.



"Hvern veg leist þér á hann?" sagði Þórður.

“(Along) which road did he appear to you?” said Thordur.



Þá kvað Björn vísu þessa:

Then Bjorn recited this verse:


Sá eg hvar rann í runni
I saw where ran in a bush

runnr að fenris brunni,
runs to a wolf's end,


ægilegr í augum,
terrible in eyes,


iðglíki mér, bríkar.
Like me, of a short bench.


Láta þeygi þrjótar
Let yet not it fails


það barn vita Mörnar,
That child knows Mornar,


hesta hleypi rastar
a horse ran a race


hlunns, sinn föður kunna.

A roller's, his father understands.