En er Arnkell fann Úlfar segir hann honum hversu Þórólfur hefir svarað.
And when Arnkell met Ulfar, he tells him how Thorolfr has answered.

Það fannst á Úlfari að honum þótti sem Arnkell hefði lítt fylgt málinu og kvað hann ráða slíku við föður sinn ef hann vildi.
That pleased Ulfar that to him it seemed as Anrkell had little pursued the matter and told him consult such (a matter) with his father if he wanted.

Arnkell galt Úlfari fyrir heyið slíkt verð sem honum líkaði.
Arnkell repaid Ulfar for the hay such a price as he liked.

Og er þeir feðgar fundust í annað sinn heimti Arnkell enn heyverð að föður sínum en Þórólfur lét eigi batna um svörin og skildu þeir þá reiðir.
And when they, father and son, met for the second time, Arnkell searched for a payment for hay from his father, but Thorolfr didn't cause to improve concerning the answer and they then parted angry. (Z. anarr 2 - annat sinn for the second time)

Um haustið eftir lét Arnkell reka af fjalli yxn sjö er Þórólfur faðir hans átti og lét drepa alla í bú sitt.
During the next fall, Arnkell caused to drive from (the) mountain seven oxen which is father Thorolfr owned and had all killed in his farm.

Þetta líkaði Þórólfi stórilla og heimti verð af Arnkatli en Arnkell kvað þá skyldu koma fyrir heyið Úlfars.
Thorolfr didn't like that very much, and looked for a price from Arnkatl, but Arnkell then said Ulfar's hay should come before (i.e., come first).

Þá líkaði Þórólfi miklu verr en áður og kallast þetta af Úlfari hlotið hafa, kvað hann sig skyldu fyrir finna.
Thorolfr liked that much worse than before and this is called of Ulfar to have allotted to himself, told him he should find first.

31. kafli
Þenna vetur um jól hafði Þórólfur drykkju mikla og veitti kappsamlega þrælum sínum.
This winter during Yule, Thorolfr had much drink and he gave his thralls plentifully.

En er þeir voru drukknir eggjar hann þá að fara inn til Úlfarsfells og brenna Úlfar inni og hét að gefa þeim þar til frelsi.
And when they were drunk, he egged them on to go in to Ulfar's Fell and Burn Ulrar inside and promised to give them thereto (their) freedom.

Þrælarnir sögðust þetta mundu vinna til frelsis sér ef hann efndi orð sín.
The thralls declared themselves this would win oneself freedom if he fulfilled his word.

Síðan fóru þeir sex saman inn til Úlfarsfells.
Then they, six together, went in to Ular's Fell.

Tóku þeir viðköst og drógu að bænum og slógu eldi í.
They took there a pile of wood and dragged (it) to the farm and set fire to (it). (Z. slá 6 – slá eldi í e-t, to set fire to)

Í þenna tíma sátu þeir Arnkell við drykkju á Bólstað.
In this time they, Anrkell (and others), sat with drink at Bolstad.

Og er þeir gengu til svefns sáu þeir eld til Úlfarsfells, fóru þá þegar til og tóku þrælana en slökktu eldinn.
And when they went to sleep (this must mean "when they were getting ready to go to sleep") they saw a fire on Ulfar's Fell, they went at once there and seized the thralls and put out the fire.

Voru þá enn lítt brennd húsin.
The house was then burned a little.

Um morguninn eftir lét Arnkell flytja þrælana inn í Vaðilshöfða og voru þeir þar hengdir allir.
During the next morning, Arnkell had the thralls taken to Vadilshofda, and they were all hanged there.

Eftir það handsalaði Úlfar Arnkatli fé sitt allt og gerðist hann þá varnaðarmaður Úlfars.
After that, Ulfar confirmed with a handshake to Arnkatl all his money, and he then became Ulfar's warder.

Þetta handsal líkaði illa Þorbrandssonum því að þeir þóttust eiga allt fé eftir Úlfar, leysingja sinn, og tókst af þessu fæð mikil með þeim Arnkatli og Þorbrandssonum og máttu þeir þaðan af eigi leika saman eiga.
That pledge little pleased the sons of Thorbrand because they thought to own all the property after Ulfar, his freedwoman, and was brought about of this much enmity with them, Arnkatl and the sons of Thorbrand, and they were not able after that to have play together. (???)

En áður höfðu þeir leikist við og var Arnkell þó sterkastur að leikum.
And previously they had played one against the other and Arnkell was yet the strongest at playing.

En sá maður tók best í móti honum og var annar sterkastur er hét Freysteinn bófi og var fóstri Þorbrands og kenningarson því að það var flestra manna sögn að hann væri hans son en ambátt var móðir hans.
And the man took best against him and (there) was another stronger who was named Freysteinn "(the) Rogue" and (he) was a foster relative of Thorbrand's and an alleged son because it was said by most men that he would be his son, but his mother was a concubine.

Hann var dregilegur maður og mikill fyrir sér.
He was a (dregilegur?) man and great before himself. (?)