Eftir það kallar Þorgils Lamba til móts við sig og biður Þorstein heyra tal þeirra og mælti: "Slíkt sama mál vil eg við þig ræða Lambi sem eg hefi upp borið við Þorstein.
After that Thorgils calls Lambi to meet with him and asks Thorstein to listen to their conversation and said: "Such a same case I will discuss with you, Lambi, as I have mentioned to Thorstein.

Hverja sæmd viltu bjóða sonum Bolla fyrir sakarstaði þá er þeir eiga við þig?
What redress for loss or injury will you ask the sons of Bolli for the grounds that they have against you?

Því að það er oss með sönnu sagt að þú ynnir á Bolla.
Because that is to us, with the sons, said that you love(d) Bolli.

Fer það saman að þú ert sakbitinn í meira lagi fyrir því að þú eggjaðir mjög að Bolli væri drepinn.
It ends the same that you are rather guilty for that, that you much egged (people) on that Bolli would be killed. (Z. lag 9 - í meira lagi, considerably, rather)

Var og við þig í meira lagi vorkunn þegar er leið sonu Ólafs."
It was also with you considerable compassion at once who tolerated Olaf's sons."

Lambi spurði hvers beitt mundi vera.
Lambi asked who would be (beitt? hunted?).

Þorgils svarar að slíkur kostur mundi honum ger sem Þorsteini, að ráðast í ferð með þeim bræðrum.
Thorgils answers that such a choice would by made by him as Thorstein, to make himself ready for a trip with the brothers.

Lambi segir: "Illt þykir mér friðkaup í þessu og ódrengilegt.
Lambi says: "It seems to me a poor purchase of peace in this and un-noble.

Er eg ófús þessar farar."
I am unwilling (to undertake) this journey."

Þá mælti Þorsteinn: "Eigi er einsætt Lambi að skerast svo skjótt undan ferðinni því að hér eiga stórir menn í hlut og þeir er mikils eru verðir en þykjast lengi hafa setið yfir skörðum hlut.
Then Thorsteinn said: "It is not clear, Lambi, to refuse so soon the journey because here important men are concerned and they who are very worthy and it seems long to have suffered a loss of right. (Z. skera 8 - s. undan e-u, to refuse, decline doing a thing) (Z. hlutr 5 - eiga hlut í e-u or at e-u, to have part in, be concerned in) (Z. sitja 8 - sitja yfir skörðum hlut, to suffer a loss of right)

Er mér sagt um sonu Bolla að þeir séu þroskavænlegir menn og fullir ofurkapps en eiga mikils að reka.
It is told to me concerning Bolli's sons that they would be promising men and full of excessive zeal and have much to do.

Megum vér ekki annað ætla en leysast af nokkuru eftir slík stórvirki.
We cannot intend another to absent himself from some after such great achievements.

Munu menn og mér mest til ámælis leggja þetta fyrir sakir tengda með okkur Helga.
People will also blame me most for this over reasons related by marriage with us, Helgi (and me).

Þykir mér og sem svo verði flestum gefið að allt láti fjörvi fyrri.
It seems to me also as so most would become given that all lose life first.

Verður því vandræði fyrst að hrinda er bráðast kemur að höndum."
It becomes that difficulty first to push who most hastily happen."

Lambi mælti: "Auðheyrt er það hvers þú fýsir Þorsteinn.
Lambi said: "It is clear from what you said who you urge Thorsteinn.

Ætla eg það vel fallið að þú ráðir þessu ef þér sýnist svo einsætt því að lengi höfum við átt vandræðafélag mikið saman.
I intend that quite right that you decide this if it seems to you so clear because we have long had to deal with much the same troublesome fellowship.

Vil eg það til skilja ef eg geng að þessu að þeir frændur mínir, Ólafssynir, sitji kyrrir og í friði ef hefnd gengur fram við Helga."
I will stipulate that if I go to this that they, my friends the sons of Olaf, would sit still and in peace I step forward (for) revenge against Helgi.

Þorgils játtar þessu fyrir hönd þeirra bræðra.
Thorgils says yes to this for the brother's side.


Réðst nú þetta að þeir Þorsteinn og Lambi skulu ráðast með Þorgísli til ferðar, kváðu á með sér að þeir skyldu koma þriðja dag snemma í Tungu í Hörðadal.
This was now settled that they, Thorsteinn and Labmi, should resolve with Thorgils as to the trip, determined with him that they should come early on the third day to Tongue in Hordadale.

Eftir þetta skilja þeir.
After this they part.

Ríður Þorgils heim um kveldið í Tungu.
Thorgils rides home during the evening to Tongue.

Líður nú sjá stund er þeir höfðu á kveðið að þeir skyldu koma á fund Þorgils er til ferðar voru ætlaðir með honum.
The time now passes which they had in the evening that they should come to meet Thorgils which to travel was intended with him.

Þriðja myrgininn fyrir sól koma þeir Þorsteinn og Lambi í Tungu.
On the third morning before (the) sun they, Thorstein and Lambi, come to Tongue.

Fagnar Þorgils þeim vel.
Thorgils received them well.