Síðan gengu þeir út, Gunnlaugur og Oddur, og fóru þar til er þeir komu í Holt.
Then they, Gunnlaugr and Oddr, went out, and they traveled until they came to Holt.

Katla var þá komin í rekkju sína.
Katla had then gone to bed (literally "…had then come to her bed").

Hún bað Odd bjóða Gunnlaugi þar að vera.
She asked Odd (go) invite Gunnlaug to stay there.

Hann sagðist það gert hafa "og vill hann heim fara," segir hann.
He said for himself (to) have done (so) "and he wants to go home," he says.

"Fari hann þá sem hann hefir fyrir sér gert," segir hún.
"He would go then as he himself has done previously," she says.

Gunnlaugur kom eigi heim um kveldið og var um rætt að hans skyldi leita fara en eigi varð af.
Gunnlaugr didn't come home during the evening and it was spoken about that he should try to go but didn't come to pass. (Z. verða 8 - v. af e-u, to come to pass)

Um nóttina er Þorbjörn sá út fann hann Gunnlaug son sinn fyrir dyrum.
During the night when Thorbjorn sat out he found Gunnlaugr his son in front of (his) door.

Lá hann þar og var vitlaus.
He lay there and was mad.

Þá var hann borinn inn og dregin af honum klæði.
Then he was carried in and (his) clothes pulled off.

Hann var allur blóðrisa um herðarnar en hlaupið holdið af beinunum.
He was all bruised and bloody on the shoulders and the jump held from the legs. (his legs didn't have any strength?)

Lá hann allan veturinn í sárum og var margrætt um hans vanheilsu.
He lay the whole winter in wounds and it was much talked about concerning his illness.

Flutti það Oddur Kötluson að Geirríður mun hafa riðið honum, segir að þau hefðu skilið í stuttleikum um kveldið og það hugðu flestir menn að svo væri.
Oddr Kotluson conveyed that that Geirridur will have trembled him, says that they had parted abruptly during the evening and that many men believed that would be so. (Z. stuttleikar - skilja í -leikum, to part abruptly)


Þetta vor um stefnudaga reið Þorbjörn í Mávahlíð og stefndi Geirríði um það að hún væri kveldriða og hún hefði valdið meini Gunnlaugs.
This spring during the day of summons, Thorbjorn rode to Mavahlid and gave notice to Geirrid concerning that that she would be a witch and she had caused Gunnlaugr's illness.

Málið fór til Þórsnessþings og veitti Snorri goði Þorbirni mági sínum en Arnkell goði varði málið fyrir Geirríði systur sína.
The suit went to the Thorness assesmbly and chieftain Snorri helped Thorbjorn his inlaw and chieftain Arnkell defended the case against his sister Geirrid.

Tylftarkviður átti um að skilja en hvorgi þeirra Snorra né Arnkels þótti bera mega kviðinn fyrir hleyta sakir við sækjanda og varnaraðilja.
A verdict of twelve neighbors had to decide concerning (the suit) and neither Snorri nor Arnkel was thought to be able to give a verdict for the sake of affinity with prosecuting and a defendant in a law suit. (similar to Z. kviðr 1 - bera kvið um e-t, to give a verdict in a case)

Var þá Helgi Hofgarðagoði kvaddur tylftarkviðar, faðir Bjarnar, föður Gests, föður Skáld-Refs.
Helgi Hofgardagodi, father of Bjorn, father of Gest, father of Skald-Regs, was then summoning a verdict of twelve neighbors.

Arnkell goði gekk að dómi og vann eið að stallahring að því að Geirríður hafði eigi valdið meini Gunnlaugs.
Chieftain Arnkell went to court and took an oath at an altar ring to that that Geirridur had not caused Gunnlaug's harm. (Z. vinna 3 - v. eið, sœri, to take an oath)

Þórarinn vann eið með honum og tíu menn aðrir.
Thorarin took an oath with him and ten other men.

En eftir það bar Helgi af kviðinn og ónýttist málið fyrir þeim Snorra og Þorbirni og fengu þeir af þessu óvirðing.
And after that Helgi gave a verdict in the case in favor of and the case was destroyed for them, Snorri and Thorbjorn, and they received disgrace from this.