Þá svarar Þorgerður: "Lítils er sveinn verður," segir hún, "en Þorkatli hefir alls kostar illa farið þetta mál því að hann vissi fyrirsát Laugamanna fyrir Kjartani og vildi eigi segja honum en gerði sér af gaman og skemmtan af viðskiptum þeirra en hefir síðan lagt til mörg óvingjarnleg orð.
Then Thorgerdur answers: "(The) boy is of little worth," she says, "but Thortakl has in every respect ill behaved (in) this case because he knew about the ambush of the men of Lauga on Kjartan and didn't want to tell him but made himself a game and fun of their dealings and has since contributed many hostile words. (similar to Z. lítils-verðr - of little worth, insignificant) (Z. kostr 13 - alls kostar, quite, in every respect)

Mun yður fjarri fara bræðrum að þér munuð þar til hefnda leita sem ofurefli er fyrir er þér getið eigi launað sín tillög slíkum mannfýlum sem Þorkell er."
You will go far away (from) your brothers that you would turn to revenge as overwhelming force is to you got not rewarded oneself contribution such a rascal as Thorkel is."

Halldór svarar fá hér um en bað Þorgerði ráða vist sveins.
Halldor answers little here concerning and asked Thorgerd to advise (the) boy's stay.

Fám dögum síðar ríður Halldór heiman og þeir nokkurir menn saman.
A few days later Halldor and several men together ride home.

Hann fer til Hafratinda og tók hús á Þorkatli.
He goes to Hafratinda and took home Thorkatl. (?)

Var Þorkell leiddur út og drepinn og varð hann ódrengilega við sitt líflát.
Thorkel was led out and slain and he became unmanly with his death.

Engu lét Halldór ræna og fór heim við svo búið.
Halldor let no one deprive him and went home with so may be. (?)

Vel lét Þorgerður yfir þessu verki og þótti minning sjá betri en engi.
Thorgerd expressed disapproval of this action and it seemed a memory sees better than nothing. (?)

Þetta sumar var kyrrt að kalla og var þó hið fæsta með þeim Bolla og Ólafssonum.
This summer was nominally quiet and was yet the littlest (littlest what?) with them, Bolli and the sons of Olaf.

Létu þeir bræður hið ólinlegsta við Bolla en hann vægði í öllu fyrir þeim frændum, þess er hann minnkaði sig í engu því að hann var hinn mesti kappsmaður.
The brothers behaved the most leniently with Bolli and he yielded in all before the (i.e., "his") relatives, of the one who he lowered himself in nothing because he was the most man of energy.

Bolli hafði fjölmennt og hélt sig ríkmannlega því að eigi skorti fé.
Bolli had a number of followers and supported himself magnificently because (he) didn't lack money.

Steinþór Ólafsson bjó á Dönustöðum í Laxárdal.
Steinthor Olafson lived in Donustad in Laxardale (Salmon-river-valley).

Hann átti Þuríði Ásgeirsdóttur er átt hafði Þorkell kuggi.
He married Thurid, daughter of Asgeir, who had married Thorkell kuggi.

Þeirra son hét Steinþór er kallaður var Gróslappi.
Their son was named Steinthor, who was (also) called Groslapp.

53. kafli
Af Þorgerði Egilsdóttur
Concerning Egil's daughter Thorgerd.

Hinn næsta vetur eftir andlát Ólafs Höskuldssonar þá sendir Þorgerður Egilsdóttir orð Steinþóri syni sínum að áliðnum vetri að hann skyldi koma á fund hennar.
The next winter after the death of Olaf Hoskuldson, then Thorgerdur, Egil's daughter, sends word to Steinthor her son that at late winter that he should come to meet her.

Og er þau mæðgin hittast segir hún honum skil á að hún vill fara heiman og vestur til Saurbæjar að hitta Auði vinkonu sína.
And when they, mother and son, met, she tells him knowledge (i.e., the news) that she will go home and west to Saurbaejar and meet Audi, her female friend.

Hún segir Halldóri að hann skal fara.
She tells Halldor that he shall go.

Þau voru fimm saman.
They were five altoghether.

Halldór fylgdi móður sinni, fara nú til þess er þau koma fyrir bæinn í Sælingsdalstungu.
Halldor accompanied his mother, goes now to that when they come before the farm in Saelings-dale's-tongue.

Þá sneri Þorgerður hestinum upp að bænum og spurði: "Hvað heitir bær sjá?"
Then Thorgerd turned the (i.e., his) horse up to the farm and asked: "What is the name of this farm?"