Ósvífurssynir fóru utan það sumar og kom engi þeirra út síðan.
The sons of Osvifr went abroad that summer and they didn't come (back) to Iceland after that. (Z. út 3 - koma út, to come to Iceland; also of other countries)

Lauk þar eftirmáli að Ólafur þótti hafa vaxið af því að hann lét þar með beini ganga er maklegast var, þar er þeir voru Ósvífurssynir, en hlífði Bolla fyrir frændsemis sakir.
It was brought to an end there, to the action on behalf of the Kjartan's death, that Olafr was thought to have grown in fame because he dealt there blows to the very bone he who was most guilty, there where they were the sons of Osvifr, but spared Bolli for the sake of their kinship. (Z. bein 1 - láta með beini ganga, to deal blows to the very bone)

Ólafur þakkaði mönnum vel liðveislu.
Olafr thanked people well (for their) support.

Bolli hafði landkaup í Tungu að ráði Ólafs.
Bolli owned a purchase of land in Tongue on Olaf's advice.

Það er sagt að Ólafur lifði þrjá vetur síðan Kjartan var veginn.
It is said that Olafr lived three years after Kjartan was slain.

En síðan er hann var allur skiptu þeir synir hans arfi eftir hann.
And after he was dead they, his sons, divided his inheritance after him.

Tók Halldór bústað í Hjarðarholti.
Halldor got the residence in Hjardarholt.

Þorgerður móðir þeirra var með Halldóri.
Their mother Thorgerd lived with Halldor.

Hún var mjög heiftarfengin til Bolla og þótti sár fósturlaunin hans og ómaklega á koma.
She was very much breathing hatred against Bolli and thought painful his reward for fostering and undeserving upon arriving.

52. kafli
Þau Bolli og Guðrún settu bú saman um vorið í Sælingsdalstungu og varð það brátt reisulegt.
They, Bolli and Gudrun, set up a home for themselves together during the spring in Saeling's-dale's-tongue and that soon became stately.

Þau Bolli og Guðrún gátu son.
They, Bolli and Gudrun, had a son.

Þeim sveini var nafn gefið og kallaður Þorleikur.
The boy was given a name and called Thorleikr.

Hann var vænn sveinn snemma og vel fljótlegur.
He was soon a promising boy and very fast.

Halldór Ólafsson bjó í Hjarðarholti sem fyrr var ritað.
Halldor Olafson lived in Hjardarholt as previously was written.

Hann var mjög fyrir þeim bræðrum.
He was much ahead of his (literally, "the") brothers.

Það vor að Kjartan var veginn tók Þorgerður Egilsdóttir vist frændsveini sínum með Þorkatli að Hafratindum.
The spring that Kjartan was slain, Thorgerd Egilsdottir took lodging with Thorkatl, her young kinsman, at Hafratind.

Sveinninn gætti þar fjár um sumarið.
The boy took care of livestock there during the summer.

Honum var Kjartan mjög harmdauði sem öðrum.
To him, as (to) others, Kjartan was a very sorrowful death.

Hann mátti aldrei tala til Kjartans svo að Þorkell væri hjá því að hann mælti jafnan illa til hans og kvað hann verið hafa hvítan mann og huglausan og hermdi hann oft eftir hvernig hann hafði við orðið áverkann.
He never was able to talk to Kjartan so that Thorkel would be near because he always spoke badly to him and said he had been a fair-hued and cowardly man and he often imitated how he had responded to the wound.

Sveininum varð að þessu illa getið og fer í Hjarðarholt og segir til Halldóri og Þorgerði og bað þau viðtöku.
This harmed the boy and (he) went to Hjardarholt and tells Halldor and Thorgerd and asked them for a meeting. (Z. geta 1 - g. e-m illa, to do harm to one)

Þorgerður bað hann vera í vist sinni til vetrar.
Thogerd asked him to stay in his lodging until winter.

Sveinninn kvaðst eigi hafa þrótt til að vera þar lengur "og mundir þú mig eigi biðja þessa ef þú vissir hversu mikla raun eg hefi af þessu."
The boy said for himself to not have strength to stay there longer "and you would not ask me this if you knew how much grief I have from this."

Þá gekkst Þorgerði hugur við harmtölur hans og kvaðst mundu láta honum uppi vist fyrir sína hönd.
Then Thorgerd was moved to compassion by his lamentations and said for herself grant him room and board for his own hand (on his own). (Z. ganga 16 - e-m gengst hugr við, is moved to compassion by something) (Z. láta 12 - l. e-t uppi, to grant)

Halldór segir: "Gef ekki gaum sveini þessum því að hann er ómerkur."
Halldor says: "Don't pay any attention to this boy because he is not be relied on." (Z. gaumr - gefa gaum at e-u, to pay attention to)