Hann sendi menn suður til Borgar að segja Þorsteini Egilssyni þessi tíðindi og það með að hann vildi hafa styrk af honum til eftirmáls.
He sends men south to Borgr to tell Thorstein Egilson this news and that with that he wanted to have assistance from him on an action on behalf of Kjartan.

Ef stórmenni slægist í móti með Ósvífurssonum þá kvaðst hann allt vildu eiga undir sér.
If men of rank were to join in meeting with the sons of Osvifr, then he said for himself all would have in their power.

Slík orð sendi hann norður í Víðidal til Guðmundar mágs síns og þeirra Ásgeirssona og það með að hann hafði lýst vígi Kjartans á hendur öllum mönnum þeim er í tilför höfðu verið nema Óspaki Ósvífurssyni.
He sent such a message north to Vididale to Gudmundr, his inlaw, and to they, the Asgeirsons, and with that that he had Kjartan's stronghold to all men's hands those who in had been in on the attack except Ospaki Osvigurson.

Hann var áður sekur um konu þá er Aldís hét.
He had previously outlawed concerning a woman who was named Aldis.

Hún var dóttir Hólmgöngu-Ljóts af Ingjaldssandi.
She was a daughter of Dueler-Ljot from Ingjalds-sand.

Þeirra son var Úlfur er síðan var stallari Haralds konungs Sigurðarsonar.
Their son was Ulfr, who later was a king's marshall of King Harald, son of Sigurdr.

Hann átti Jórunni Þorbergsdóttur.
He married Jorunn, daughter of Thorberg.

Þeirra son var Jón faðir Erlends hímalda, föður Eysteins erkibiskups.
Their son was John, Erland (hímalda?)'s father, father of archbishop Eystein.

Ólafur hafði lýst vígsökinni til Þórsnessþings.
Olaf had proclaimed the suit of manslaughter to the Thorness-assembly.

Hann lét flytja heim lík Kjartans og tjalda yfir því að þá var engi kirkja ger í Dölum.
He had Kjartan's remains moved home and a tent (put) over (them) because then there was no church built in Dales.

En er Ólafur spurði að Þorsteinn hafði skjótt við brugðið og hafði tekið upp mikið fjölmenni og svo þeir Víðdælir þá lætur Ólafur safna mönnum fyrir um alla Dali.
And when Olafr learned that Thorstein had quickly made a sudden motion and had taken up many followers and so then the Vid-dalersthen Olaf would cause to gather up men from all round Dale.

Var það mikið fjölmenni.
That was many followers.

Síðan sendi Ólafur lið það allt til Lauga og mælti svo: "Það er minn vilji að þér verjið Bolla, ef hann þarf, eigi verr en þér fylgið mér því að nær er það minni ætlan að þeir þykist nokkuð eiga eftir sínum hlut að sjá við hann, utanhéraðsmennirnir, er nú munu brátt koma á hendur oss."
Then Olaf sends all the body of troops to Lauga and says thus: "It is my wish that you defend Bolli, if he needs, not worse than you helped me because my desire is near that, that they have some part to guard against him, the men from outside the district, which now will soon come to our hands."


Og er þessu var skipað með þessum hætti þá komu þeir Þorsteinn og svo Víðdælir og voru þeir hinir óðustu.
And when this was arranged with this way of doing a thing, then they, the Thorsteins and so the Viddalers, and they were the most furious.

Eggjaði Hallur Guðmundarson mest og Kálfur Ásgeirsson að ganga skyldi að Bolla og leita Ósvífurssona þar til er þeir fyndust og sögðu að þeir mundu hvergi úr héraði farnir.
Hallr Gudmundson and Kalfr Asgeirson egged on that (they) should go to Bollie and search for the sons of Osvifr until they are found and said they would each go out of the district.

En með því að Ólafur latti mjög að fara þá voru borin á milli sáttmál og var það auðsótt við Bolla því að hann bað Ólaf einn ráða fyrir sína hönd en Ósvífur sá engi sín efni að mæla í móti því að honum kom ekki lið frá Snorra.
And with that that Olafr dissuaded much to go then were conveyed in between the covenant and that was easy to win with Bolli because he asked Olaf for advice from his hand (?) and Osvifr saw no subject to speak against because a body of men didn't come from Snorri to him.

Var þá lagður sættarfundur í Ljárskógum.
Peacemaking was then settled in Ljar's-woods.

Komu mál öll óskoruð undir Ólaf.
All cases came unchallenged under Olaf.

Skyldi koma fyrir víg Kjartans svo sem Ólafi líkaði, fé og mannsektir.
Such as Olaf's troops, cattle and banishment should come for Kjartan's slaying.

Síðan var slitið sættarfundi.
Then the peacemaking was ended.

Eigi kom Bolli til sættarfundarins og réð Ólafur því.
Bolli didn't come to the peacemaking and Olaf advised that.

Gerðum skyldi upp lúka á Þórsnessþingi.
Arbitrations should be opened up at the Thorness-assembly.