Esja mælti: "Hefir þú nokkuð lýst víginu?"
Hann kveðst það gert hafa.
Esja mælti: "Ekki hefi eg til þess traust að halda þig fylgsnislaust fyrir
Þorgrími því að eg veit að hann kemur hér í dag.
Búi mælti: "Muntu nú eigi sjá fyrir sem þér líkar?"
Sneru þau þá fyrir ofan garð með fjallinu og þar yfir ána og síðan gengu þau
einstigi upp í fjallið og til gnípu þeirrar er heitir Laugargnípa. Þar varð
fyrir þeim hellir fagur. Var það gott herbergi. Þar var undir niðri fögur
jarðlaug. Í hellinum voru vistir og drykkur og klæði.
Þá mælti Esja: "Hér muntu nú fyrst verða að byggja."
Búi kvað svo vera skulu. Esja sneri þá heim og þegar hún kom heim lét hún
gera elda í húsunum af vatntorfi því er sviðnaði en yrði sem mestur reykur
eða remma.

5. kafli
Bóndi sá er bjó í Hólum reið þegar á fund Þorgríms goða er Búi var í brott
og sagði honum hvert erindi Búi hafði þangað haft. Og þegar Þorgrímur var
þessa vís þá sendi hann fyrst eftir mönnum, sonum Arngríms bróður síns,
Helga og Vakur, og öðrum fleirum svo að þeir urðu saman þrír tigir manna.
Þorgrímur reið með flokk þenna til Esjubergs. Og er sén var ferð þeirra þá
lét Esja bera sorp á eldana og horn en hún stóð úti í dyrum er þeir
Þorgrímur komu. Esja heilsaði þeim og bauð þeim þar að vera.

Fred & Grace Hatton
Hawley, Pa.