Í þenna tíma voru margir menn íslenskir í Noregi, þeir er virðingamenn voru.
At this time (there) were many Icelandic people (men) in Norway, those (is this just grammatically masc to agree with maðr, or does it indicate that the writer really means males?) who were persons (men)-of-honour.

Lágu þar fyrir bryggjunum þrjú skip er íslenskir menn áttu öll.
Three ships lay there in-front-of pier, all which Icelandic men owned.

Eitt skip átti Brandur hinn örvi son Vermundar Þorgrímssonar.
Brandr the Archer? owned one ship, son of Vermundr Þorgrímr’s-son.

Annað skip átti Hallfreður vandræðaskáld. Þriðja skip áttu bræður tveir. Hét annar Bjarni en
Hallfreðr the Skaldic-poet of perplexities (aren´t they all?) owned (the) second ship. Two brothers owned (the) third ship. One was-called Bjarni but (and)

annar Þórhallur. Þeir voru synir Breiðár-Skeggja austan úr Fljótshlíð.
(the) other Þórhallr. They were sons of Breiðár-Skeggi east out-of Fljótshlíð (Mountain-side of the lake).

Þessir menn allir höfðu ætlað um sumarið út til Íslands en konungur hafði
These men all had intended (to go) during the-summer out to Iceland but (the) king had

lagt farbann fyrir skip þessi öll því að þeir vildu eigi taka við sið þeim
placed travel-restrictions on all these ships because they wanted not to accept that faith (ie the Christian one)

er hann bauð. Allir íslenskir menn fagna vel Kjartani en þó Brandur best
which he ordered. All Icelandic persons (men) received Kjartan well but nevertheless Brandr best (of all)

því að þeir voru mjög kunnir áður. Báru nú Íslendingar saman ráð sín og kom það
because they were very familiar beforehand (intimate friendsalready). (The) Icelanders set-forth now together their plans and that came

ásamt með þeim að níta sið þeim er konungur bauð og höfðu þessir allir
together with them (ie they all agreed) to reject that faith which the king ordered and all these had

samband þeir sem fyrr voru nefndir. Þeir Kjartan lögðu nú skipinu við
league, those who before were named. They, Kjartan (and his men) now drew-up the ship against

bryggjur og ruddu (ryðja) skipið og stöfuðu fyrir fé sínu. Ólafur konungur var í
(the) piers and emptied (ryðja) the-ship and disposed (see stafa, Z2) of their goods. King Ólafr was in

bænum. Hann spyr skipkomu þessa og það með að þar munu þeir menn margir á
the town. He learns of this ship-arrival and that with (it) (ie in addition) that there will (be) many persons (men) on

skipi er mikilhæfir eru.
(the) ship who are eminent.

Það var um haustið einn góðan veðurdag að menn fóru úr bænum til sunds á ána


Nið. Þeir Kjartan sjá þetta. Þá mælti Kjartan til sinna félaga að þeir mundu


fara til sundsins að skemmta sér um daginn. Þeir gera svo. Einn maður lék


þar miklu best. Þá spyr Kjartan Bolla ef hann vilji freista sunds við


bæjarmanninn.


Bolli svarar: "Ekki ætla eg það mitt færi."


"Eigi veit eg hvar kapp þitt er nú komið," segir Kjartan, "og skal eg þá


til."


Bolli svarar: "Það máttu gera ef þér líkar."


Kjartan fleygir sér nú út á ána og að þessum manni er best er sundfær og


færir niður þegar og heldur niðri um hríð. Lætur Kjartan þenna upp. Og er


þeir hafa eigi lengi uppi verið þá þrífur sá maður til Kjartans og keyrir


hann niður og eru niðri ekki skemur en Kjartani þótti hóf að, koma enn upp.


Engi höfðust þeir orð við. Hið þriðja sinn fara þeir niður og eru þeir þá


miklu lengst niðri. Þykist Kjartan nú eigi skilja hversu sjá leikur mun fara


og þykist Kjartan aldrei komið hafa í jafnrakkan stað fyrr. Þar kemur að


lyktum að þeir koma upp og leggjast til lands.