I was able to glean a few items referring to Grace's translation, but was still unsure of several items.

Höskuldur gerist nú höfðingi mikill.
Hoskuld now becomes a great leader.

Hann var ríkur og kappsamur og skortir eigi fé.
He was rich and impetuous and not short of property.

Þótti hann í engan stað minni fyrir sér en Kollur faðir hans.
He was not thought (to be) in any smaller position than his father Kollur.

Höskuldur og Jórunn höfðu eigi lengi ásamt verið áður þeim varð barna auðið.
Hoskuld and Jorunn hadn't been together long before it fell to their lot (to have) a son. ["barna" is plural, meaning "children"]

Son þeirra var nefndur Þorleikur.
Their son was named Thorleik.

Hann var elstur barna þeirra.
He was the oldest (of) their children.

Annar hét Bárður.
Another was called Bard.

Dóttir þeirra hét Hallgerður er síðan var kölluð langbrók.
Their daughter was named Hallgerd who later was called long-breeches.

Önnur dóttir þeirra hét Þuríður.
Another (of) their daughters was named Thurid.

Öll voru börn þeirra efnileg.
All their children were promising.

Þorleikur var mikill maður og sterkur og hinn sýnilegsti, fálátur og óþýður.
Thorleik was a great and strong man and the most visible, reserved, and ill-disposed (?). Or: Thorleik was a great and strong man and the most visibly reserved and ill-disposed (?). [For "sýnilegsti," Grace has "handsome," though I was unable to find this word in Z. or even in a general Google search.]

Þótti mönnum sá svipur á um hans skaplyndi sem hann mundi verða engi jafnaðarmaður.
(It was) thought of men that a brief glimpse at about his temper which he would be no equal man. (I suppose this means something to the effect that if you caught even a brief glimpse of his temper you would know that no man had anything equal.)

Höskuldur sagði það jafnan að hann mundi mjög líkjast í ætt þeirra Strandamanna.
Hoskuld constantly said that he greatly resembled their founder. (líkjast í ætt e-s = to resemble)

Bárður var skörulegur maður sýnum og vel sterkur.
Bard was a man imposing in his appearance and amply strong.

Það bragð hafði hann á sér sem hann mundi líkari verða föðurfrændum sínum.
That moment he had (á sér?) as he would be more resembling his father's-relatives.

Bárður var hægur maður í uppvexti sínum og vinsæll maður.
Bard was (a) slow man in his growing up and (a) popular man.

Höskuldur unni honum mest allra barna sinna.
Hoskuld loved him most of all his children.

Stóð nú ráðahagur Höskulds með miklum blóma og virðingu.
Hoskuld's marriage stood now with many flowers and esteem.

Þenna tíma gifti Höskuldur Gró systur sína Véleifi gamla.
At that time Hoskuld gave his sister in marriage to Veleif the old.

Þeirra son var Hólmgöngu-Bersi.

Their son was Islandgoing-Bersi.

10. kafli
Af Hrappi óþokka
Concerning Hrapp the Unliked (?)

Hrappur hét maður er bjó í Laxárdal fyrir norðan ána, gegnt Höskuldsstöðum.
Hrapp was the name of a man who lived in Laxardal further from the north (ána?), opposite Hoskuldsplace.


Sá bær hét síðan á Hrappsstöðum.
This farm was later called Hrappsplace.

Þar er nú auðn.
It is now a-deserted-farm. (auðn CV 2)

Hrappur var Sumarliðason og kallaður Víga-Hrappur.
Hrapp was the son of Sumarlid and called Viga-Hrapp.

Hann var skoskur að föðurætt en móðurkyn hans var allt í Suðureyjum og þar var hann fæðingi.
He was Scottish on his-father's-side but his mother's-relatives were all from the Southern-Islands and he was a native there.

Mikill maður var hann og sterkur.
He was a tall man and strong.

Ekki vildi hann láta sinn hlut þó að manna munur væri nokkur.
He didn't want to let go of his share even-though a difference of men was somewhat. (???)

Og fyrir það er hann var ódæll sem ritað var en vildi ekki bæta það er hann misgerði þá flýði hann vestan um haf og keypti sér þá jörð er hann bjó á.
And above that he was not easy to deal with as was written and didn't want to repair that where he transgressed then he fled westwards over the sea and bought himself then land where he lived at.

Kona hans hét Vigdís og var Hallsteinsdóttir.
His wife was called Vigdis and was Hallstein's daughter.

Son þeirra hét Sumarliði.
Their son was named Sumarlid.

Bróðir hennar hét Þorsteinn surtur er þá bjó í Þórsnesi, sem fyrr var ritað.
Her brother was called Thorstein the Black who then lived in Thorness, as was previously written.

Var þar Sumarliði að fóstri og var hinn efnilegsti maður.
Sumarlid the foster was there and was the most promising man.