Njall 146 part 3 / Alan's Translation

Ketill úr Mörk mælti: "Renna munum vér til hesta vorra (vár) og megum vér ekki við
Ketil out-of Mörk spoke:We will run to our horses and we can not

haldast fyrir ofureflismönnum (ofreflismaðr) þessum."
resist before (in the face of) these powerful-men.’


Þeir runnu þá til hesta sinna og hljópu á bak. Þorgeir mælti: "Vilt þú að
They ran then to their horses and leapt onto (the) back (of their horses). Þorgeir spoke:Do you want that

við eltum þá og munum við enn geta drepið þá nokkura?"
we chase them and we will still be-able to kill some of them?


"Sá ríður síðast," segir Kári, "að eg vil eigi drepa en það er Ketill úr
That-one (he) rides last, says Karí,that I want not to kill but (and) that is Ketil out-of

Mörk því að við eigum systur tvær en honum hefir farið þó best í málum vorum áður."
Mörk because we have (as wives) two sisters but (and) with him (it) has fared nevertheless best (ie he has behaved best, see fara, Z10) in our dealings before (previously).


Stigu þeir þá á hesta sína og riðu þar til er þeir komu heim í Holt.
They mounted then on-to their horses and rode until they came home into Holt.

Lét Þorgeir þá bræður sína fara austur í Skóga því að þeir áttu þar annað bú og
Þorgeir then caused (arranged for) his brothers to travel east into Skógar (Forests) because they had there another farm and

því að Þorgeir vildi eigi að bræður hans mætti kalla griðníðinga.
because Þorgeir wanted not that (one) might call his brothers truce-breakers.

Hafði Þorgeir þar þá mannmargt svo að aldrei var þar færra vígra karla en þrír
Þorgeir had there then many-people (forces) so that never were there fewer fighting-fit men then three

tigir. Var þar þá gleði mikil. Þótti mönnum Þorgeir mjög hafa vaxið og
tens (thirty). Then a great merriment was there. Þorgeir seemed to people (men) to have grown and

framið sig og báðir þeir Kári. Höfðu menn í minnum mjög eftirreið (eptirreið) þeirra er
distinguished himself and (indeed) both they, Kári (and he had). Men had much in (their) memories their pursuit-on-horseback (riding-after) when

þeir riðu tveir að fimmtán mönnum og drápu þá fimm en renndu þeim tíu er undan komust.
they rode two against fifteen men and killed then five but ten ran from them and made-their-way away (fled).


Nú er frá þeim Katli að segja að þeir riðu sem mest máttu þeir til þess er
Now (one) is to say about them, Ketil (and co) that they rode as ‘fast’ as they could until

þeir komu heim til Svínafells og sögðu sínar farar (för) eigi sléttar.
they came home to Svínafell (Swine-Mountain) and said their travels not smooth (had not gone smoothly).


Flosi kvað slíks að von "og er yður þetta viðvörun," segir hann. "Skuluð þér
Flosi declared such (was) according-to expectation ‘and this is to you a warning,’ says he. ‘You shall

nú aldrei svo fara síðan."
now never travel so afterwards.’


Flosi var allra manna glaðastur og bestur heima að hitta. Og er svo sagt að
Flosi was of all people gladdest and best to call-on at home. And so (it) is said that

honum hafi flestir hlutir höfðinglegast gefnir verið. Var hann nú heima um
by him have most things been given most-nobly. He was (stayed) now at home during

sumarið og svo um veturinn.
the summer and also during the winter.


En um veturinn eftir jól kom Hallur af Síðu austan og Kolur son hans. Flosi
But during the winter, after Yule, Hall of Síða came from (the) east and Kol his son. Flosi

varð feginn komu hans. Töluðu þeir oft um málaferlin. Sagði Flosi að þeir
became glad of his coming.. They spoke often about the law-suits. Flosi said that they

höfðu mikið afhroð nú goldið (gjalda) þegar. Hallur kvaðst nærgætur orðið hafa málum þeirra.
had now sustained a great loss immediately (already). Hall declared-himself to have turned-out-to-be guessing-near-the-truth (on the money) in their cases.

Flosi spurði hann þá ráðs hvað honum þætti þá líkast.
Flosi asked him then what plan seemed to him then most promising.


Hallur svarar: "Það legg eg til ráðs að þú sættist við Þorgeir ef kostur er
Hall answers. ’I put-forward as advice that, that you come-to-terms with Þorgeir if (there) is a choice

og mun hann þó vera vandur að allri sætt."
and (but) he will nevertheless be particular about (see vandr at e-u, Z3) all (the) settlement.’