Tel eg hann eiga að verða um sök þá mann sekan, skógarmann óalanda,
óferjanda,

I reckon he is obliged to be a guilty man then, a convicted outlaw, someone
who must not be fed, or ferried,

óráðanda öllum bjargráðum. Tel eg sekt fé hans allt, hálft mér en hálft
fjórðungsmönnum

not to be counseled in any advice given to an outlaw with the intent so save
his life (certainly the longest definition of any word so far!). I reckon a
penalty of all his money, half to me and half to the quarter men

þeim er sektarfé eiga að taka eftir hann að lögum. Lýsi eg vígsök þessi til
fjórðungsdóms

those who have (a right) under the law to receive penalty money from him. I
proclaim this manslaughter lawsuit in the quarter court

þess er sökin á í að koma að lögum. Lýsi eg löglýsing. Lýsi eg í heyranda
hljóði að

this case which has to proceed in accordance with the law. I proclaim in a
legal declaration. I proclaim in public at

Lögbergi. Lýsi eg nú til sóknar í sumar og til sektar fullrar á hönd Flosa
Þórðarsyni. Lýsi

(the) Law Rock. I proclaim now cases in summer and to full penalty against
Flosi Thordar's son. I proclaim



eg handseldri sök Þorgeirs Þórissonar."

(the) case having been turned (over to me) by Thorgeir Thori's son.

Að Lögbergi var ger mikill rómur að því að honum mæltist vel og skörulega.

At (the) Law Rock much applause was made because he spoke well and
magnificently.

Mörður tók til máls í annað sinn. "Nefni eg yður í það vætti," segir hann,
"að eg lýsi sök á

Mord took to speaking another time. "I name you (as?) witnesses," says he,
"that I proclaim a lawsuit a

hönd Flosa Þórðarsyni um það er hann særði Helga Njálsson holundarsári eða

against Flosi Thordarson concerning it that he wounded Helgi Njall's son by
a brain wound or

heilundarsári eða mergundarsári, því sári er að ben gerðist, en Helgi fékk
bana af á þeim

a mortal wound or a wound to the marrow, that wound which was done, and from
(it) Helgi came to his death, to those

vettvangi er Flosi Þórðarson hljóp til Helga Njálssonar lögmætu frumhlaupi
áður. Tel eg

places where a manslaughter has taken place, when Flosi Thordarson attacked
Helgi Njall's son in a punishable personal assault before. I reckon

þig, Flosi, eiga að verða um sök þá mann sekan, skógarmann óalanda,
óferjanda,

you, Flosi, to be obliged to be concerning (the) lawsuit then a guilty man,
a convicted outlaw, someone who must not be fed, or ferried,

óráðanda öllum bjargráðum. Tel eg sekt fé þitt allt, hálft mér en hálft
fjórðungsmönnum

not to be counseled in any advice given to an outlaw with the intent so save
his life. I reckon as penalty all your money, half to me and half to the
quarter men

þeim er sektarfé eiga að taka eftir þig að lögum. Lýsi eg sök þessi til
fjórðungsdóms þess

those who have a right to receive penalty fees from you in accordance with
the law. I proclaim this case to the quarter court this

er sökin á í að koma að lögum. Lýsi eg löglýsing. Lýsi eg í heyranda hljóði
að Lögbergi.

this case which has to proceed in accordance with the law. I proclaim in a
legal declaration. I proclaim in public at (the) Law Rock.

Lýsi eg nú til sóknar í sumar og sektar fullrar á hönd Flosa Þórðarsyni.
Lýsi eg handseldri sök Þorgeirs Þórissonar."

I proclaim now cases in summer and to full penalty against Flosi Thordar's
son. I proclaim (the) case having been turned (over to me) by Thorgeir
Thori's son.

Síðan settist Mörður niður. Flosi gaf gott hljóð til og mælti ekki orð
meðan.

Afterwards Mord sat down. Flosi gave a good hearing to (Mord) and did not
speak a word during (it).

Þorgeir skorargeir stóð upp og nefndi sér votta: "Nefni eg í það vætti að eg
lýsi sök á

Thorgeir spear from Notch stood up and named witnesses for himself, "I name
witnesses in it that I proclaim a lawsuit



hönd Glúmi Hildissyni um það er hann tók eld og kveikti og bar í hús inn að

against Glum Hildi's son concerning it that he took fire and ignited it and
carried it into a house



Bergþórshvoli þá er þeir brenndu inni Njál Þorgeirsson og Bergþóru
Skarphéðinsdóttur

at Bergthor's Knoll then when they, Njall Thorgeir's son and Bergthora
Skarphedinn's daughter, burned inside



og þá menn alla er þar brunnu inni.

and all those people who burned inside there.

Fred and Grace Hatton
Hawley Pa