9. æf. Finnið lýsingarorðin í eftirfarandi verkefnum:

a) Hundurinn er stór. Þú átt fallegri föt en ég. Göturnar í borginni
eru breiðar og sléttar. Þegar kaldast er fer ég í hlýjustu fötin
mín. Ég settist á græna jörðina. Hesturinn er rauður, kýrin svört og
kindin hvít. Faðir litla drengsins er dáinn. Þetta er rétt að dómi
margra merkra manna. Hún er í nýjum, ljósum kjól. Hann er önungri í
dag en hann er vanur að vera. Hann er bæði latur og hirðlaus. Þetta
varð honum til mikils tjóns. Hann er frægari en hún. Þetta er versta
veðrið sem komið hefur um langan tíma. Hann er vitrari en þú.

b) Sum sérhljóð eru grönn, önnur breið. Hún er sparneytin og
nægjusöm. Hann er nærsýnn og litblindur. Heyið er orðið skraufþurrt.
Jón er fær í flestan sjó. Þetta er nú meiri mælskan. Hún lá andvaka
alla nóttina. Stjáni sigldi hann krappan. Hafðu nú hraðan á. Ég sá
ærnar renna upp brattann og hverfa bak við syðri hnjúkinn. Vagninn
kemst ekki upp brattan og krókóttan stíginn. Hún lét svalan blæinn
leika um andlit sér. Farðu ekki út í svalann. Þórir tjargaði lekan
og fúinn bátinn. Settu ílát undir lekann. Er honum enn þá illt í
fætinum? Þau eiga bágt því að þeim er kalt.