7. Tala. Tölur í íslensku eru tvær, eintala og fleirtala.

3. æf. Finnið tölu sérhvers orðs í eftirfarandi verkefnum:
a) drengur, drengir, kálfur, álfar, systir, systur, land, lönd,
atburður, öfl, sumar, ormar, brýr, kýr, bending, karlar, berserkur,
tungur, dagur, fótur, fréttir, dóttir, börn, fyrirætlanir, kvöl,
víkur, vogar, sorg, klippur, mæðgin, feðgin, systkin.
b) foreldrar, verðlaun, dyr, buxur, fé, mjólk, jól, fólk, læti,
vetur, fingur, flokkur, hópur, dýr, hundruð, mergð, fell, mjöl,
hveiti, bræðurna, víkurinnar, konurnar, daganna, páskana,
hvítasunnuna, skógarnir, skaginn, skarinn, herir, hersir.