5. Orðin hafa margs konar einkenni. Sum eru ævinlega eins. Önnur
breytast eftir því í hvaða sambandi þau eru við önnur orð: Hestur,
um hest; hann er lítill, hún er lítil; ég fer, ég fór. Orð, sem
þannig breytsat, nefnast beygjanleg orð.
Verður nú vikið að þeim einkennum orða sem nauðsynlegt er að vita
deili á áður en rætt er um skiptingu orðanna í flokka.

6. Kyn. Kynin eru þrjú, karlkyn, kvenkyn, og hvorugkyn. Um
karlkynsorð getum við sagt hann(þeir), um kvenkynsorð hún(þær), það
(þau) um hvorugkynsorð.

2. æf. Finnið kyn sérhvers orðs í eftirfarandi verkefnum:
a) maður, kona, barn, hestur, sól, blóm, bóndi, dvali, drungi,
tunga, tönn, auga, askur, askja, dagur, nótt, bátur, gler, heiði,
fé, svanur, álft, gersemi, sameining, yndi, söngur, þref, þorskur,
veiði, brúður, brúða, tré, brú, torfæra, kvenmaður.
b) konungur, héruð, leggir, fjöll, fiskur, göngur, Hildur,
steypireyður, vættur, starf, eyru, höf, önn, neglur, eignir,
kynslóð, frændi, afkomendur, læknar, mæður, lækir, tilfinningar,
lygar, kvöl, víkur, glös, þökk, þök, smiðja, hreyfingar, foreldrar,
bönd, bæir, örn, dyr, meðul, ær, fætur, hendur, ár.