3. Sérhvert orð myndast úr einu atkvæði eða fleiri. Í hverju atkvæði
er einn sérhljóði en óákveðin tala samhljóða, enginn, einn eða
fleiri: á, sól, fjall.
Fyrsta atkvæði orðs hefst ýmist á sérhljóða eða samhljóða en
seinni atkvæði orðsins hefjast ævinlega á sérhljóða sé orðið
ósamsett.

4. Samsett orð nefnast þau sem mynduð eru úr einu eða fleiri
sjálfstæðum orðum: leik\hús, hesta\sveinn. Þau eru fyrst greind
sundur um samskeytin en síðan skiptast einstakir liðir þeirra í
atkvæði eins og önnur ósamsett orð: eld\hús, við-ar\högg, fjós-a\mað-
ur, versl-un-ar\stjór-i.

1. æf. Skrifið þessi orð, skiptið þeim í atkvæði og strikið undir
sérhljóðana:
a) hestur, kofi, hundur, staða, valur, köttur, kvæði, auga,
gestur, skoðun, rotnun, synjun, menntun, afli, skaflar, stúlka,
ofan, niðri, yfir, bestur, þarna, þegar, vandaður, röndóttur,
lesandi, vöðvar, menjar, bakstur, ölvaður, stöðvaði, hræsnari,
kettlingur.
b) borðstofa, skólahús, nálarauga, nýkominn, flóttamaður,
svartdröfnóttur, ónýta, geðslegur, framkvæmdarstóri, atgervismaður,
þegjandalegur, málfræðinám, gamlaárskvöld, marsmánuður, lýtalaus,
margkunnandi, góðra, sætri, rangfærslur, útúrsnúningur, áhugi,
tillaga.
c)systkin, mæðginin, feðginanna, gamalla, snjallra, kindurnar,
útþráin, biðukollunnar, bræðurna, morgunsins, böggulsins, geymanna,
ætlunar, minnkun, einkunn, miskunnar, svölunar, forkunnarfögur,
vorkunnlátur, andvökunnar, bræðurnir, örvita, liðleskja,
uppboðsauglýsing.